Golf

Molinari vann | Tiger í fjórða sæti

Dagur Lárusson skrifar
Francesco Molinari.
Francesco Molinari. vísir/getty
Ítalinn Francesco Molinari fór með sigur af hólmi á National mótinu eftir að hafa leikið óaðfinnalega á lokahringnum í dag.

 

Molinari byrjaði daginn á 12 höggum undir pari, líkt og Mexíkóinn Abraham Ancer sem hafði haft forystuna lengst af á þriðja hringnum. Molinari endaði mótið á samtals 21 höggum undir pari.

 

Spilamennska þeirra vargjörólík í dag þar sem Molinari lék á átta höggum undir pari á meðan Ancer lék á tveimur yfir pari og þar með veitti Molinari ekki mikla samkeppni. Ancer missti einnig af öðru sætinu en Suður-Kóreu maðurinn Kang og Bandaríkjamaðurinn Armour tóku það af honum en spiluðu þeir báðir frábærlega í dag. Armour var á samtals þrettán höggum undir pari og Kang á 12 höggum undir pari.

 

Tiger Woods þótti spila vel á mótinu og var í tíunda sæti eftir þriðja hring í gærkvöldi. Í dag spilaði hann á fjórum höggum undir pari, sem er hans næstbesti hringur á mótinu og endaði því á samtals ellefu höggum undir pari og í fjórða sæti.

 


Tengdar fréttir

Tiger Woods á sjö höggum undir pari

Tiger Woods spilaði vel á þriðja hring sínum á National mótinu eftir að hafa byrjað mótið illa en hann er eins og er í tíunda sætinu á sjö höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×