Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 11:46 90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15