Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 11:46 90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
90 prósent félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Kosning um yfirvinnubann hófst fyrir helgi og lauk í dag. Þátttaka í kosningunni var um 80 prósent. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst eftir tvær vikur, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Tólf ljósmæður luku störfum á Landspítala í gær og lögðu skóna á hilluna eins og fjallað hefur verið um á Vísi.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.Vísir/eyþórVerður mjög þungt högg „Þetta er mjög afgerandi niðurstaða eins og maður átti von á,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins. „Þessar aðgerðir munu hafa þau áhrif að það verður engin yfirvinna unnin. Kaffitímar hafa til dæmis allir verið á yfirvinnu. Þannig að nú þurfa stofnanirnar að fara að smíða sér áætlun til að taka á því,” segir Katrín og lýsir nánar þeim áhrifum sem yfirvinnubannið mun hafa. „Það er mjög mikið um að maður þurfi að vera aðeins lengur til þess að klára fæðingu. Það er mikið um aukavaktir, alveg stanslaust, á hverjum einasta degi vantar. Við höfum verið undirmannaðar þannig að álagið hefur verið alveg gríðarlega mikið í ofboðslega langan tíma. Í rauninni hafa margar stofnanir, og sérstaklega Landspítalinn, verið keyrðar á neyðarmönnun ár eftir ár og það virðist orðið eitthvað norm sem ekki gengur upp og skilar sér í þessari stöðu sem við erum í núna. Þannig að þetta verður mjög þungt högg og ég veit ekki alveg hvernig stofnanir munu spila úr þessu.”Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum fyrir tíu dögum.vísir/elín margrétLangvarandi reiði og sárindi „Við höfum farið fram með að okkur þykir mjög sanngjarnar og raunhæfar kröfur og höfum rökstutt þær,“ segir Katrín. Hún er allt annað en sátt við framkomu ríkisins. Komið hafi verið „mjög illa“ fram við ljósmæður í mjög langan tíma. Vísar hún meðal annars til dómsmáls ljósmæðra gegn ríkinu þar sem vangreidd laun úr verkfalli frá 2015 hafi verið sótt. „Við unnum málið í héraði og ríkið áfrýjaði!“ Ljósmæður eigi þessi laun sannarlega inni, fyrir unna vinnu, en þetta hafi skapað langvarandi reiði og sárindi út í ríkisvaldið. Enn sé verið að refsa ljósmæðrum að sögn Katrínar. Það sé þeirra upplifun. „Við munum ekki láta af okkar kröfum. Við göngum fram og erum sannfærðar um að við erum ekki að fara fram á neitt ósanngjarnt. Og höfum sýnt fram á það,“ segir Katrín. Næsti fundur samninganefndar við ríkið er boðaður á fimmtudaginn. „Þetta er bara spurning um að ríkisvaldið girði sig í brók og mæti á fundinn með samningsvilja.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15