Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 10:15 Á annan tug ljósmæðra kvöddu ljósmæðrastarfið í gær. Skjáskot/Facebook Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00
Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30