Kawhi Leonard til Raptors í skiptum fyrir DeRozan Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 08:00 San Antonio bíður DeRozan vísir/getty Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018 NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018
NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira