Skoðun

Frá formanni kjaranefndar Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna

Jakob S. Jónsson skrifar
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af deilum ríkisins og ljósmæðra. Frá ríkisstjórn hafa heyrst þungar áhyggjur af því, að ef gengið verði að launakröfum ljósmæðra muni það valda slíku skriði launa í komandi kjarasamningum að riðið geti samfélaginu að fullu. Illt, ef satt reynist.

Því vil ég taka eftirfarandi fram:

Fari svo, að ríkisvaldið gangi að launakröfum ljósmæðra mun ég ekki minnast á launakjör þeirra í komandi kjaraviðræðum okkar leiðsögumanna við viðsemjendur okkar.

Ég tel að leiðsögumenn muni og eigi að líta til allt annarra hópa en ljósmæðra og annarra sjónarmiða en kjara einstakra hópa þegar að því kemur að leggja fram eðlilegar kröfur um kaup og kjör í komandi samningaviðræðum.

Það eru slæm vinnubrögð þegar ríkið eða aðrir vinnuveitendur mæta málefnalegum kröfum með órökstuddum alhæfingum, m.a. um ætluð viðhorf annarra stéttarfélaga.

Höfundur er formaður kjaranefndar Leiðsagnar




Skoðun

Skoðun

21 blár

Jón Pétur Zimsen skrifar

Sjá meira


×