Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 22:00 Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Butina, sem er mikill stuðningskona byssueignar í Bandaríkjunum, er sökuð um að hafa unnið með bandarískum aðilum og samtökum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Í ákærunni sem birt var í dag segir að Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. Hún var handtekin í gær.Butina er sögð hafa unnið sérstaklega fyrir einn rússneskan embættismann, sem þó er ekki nafngreindur, og hún hafi fengið hjál frá minnst tveimur Bandaríkjamönnum sem sömuleiðis eru ekki nafngreindir í ákærunni. Þá eru áðurnefnd hagsmunasamtök ekki heldur nafngreind. New York Times segir hins vegar að rússneski embættismaðurinn sé Alexander Torshin, einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands, og er hann sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi. Yfirvöld Spánar gáfu árið 2013 út handtökuskipun gagnvart Torshin en hann er sakaðu um peningaþvætti. Hann var þó aldrei ákærður. Enn fremur segir í frétt Times að bandaríski maðurinn heiti Paul Erickson og kynntust þau í Rússlandi.Þá segir NYT að samtökin séu National Rifle Association eða NRA. Stærstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Torshin er heiðursmeðlimur í NRA og Erickson er einnig meðlimur. Butina stofnaði samtökin Right to Bear Arms í Rússlandi og byrjuðu samskipti hennar og Bandaríkjamanna í árið 2013, samkvæmt kærunni. Hún hefur nokkrum sinnum boðið forsvarsmönnum NRA til Moskvu og hafa hún og Torshin sömuleiðis ferðast til Bandaríkjanna til að vera viðstödd viðburði NRA. Á einum slíkum viðburði reyndi Erickson að stofna til fundar á milli Torhsin og Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðenda og núverandi forseta Bandaríkjanna. Í tölvupósti til framboðs Trump titlaði Erickson Torshin sem „erindreka“ Vladimir Pútín, forseta Rússland.Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að Butina og Torshin hafi notað NRA til þess að koma fjármunum til framboðs Trump en slíkt er ólölegt í Bandaríkjunum.NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.Í áðurnefndri ákæru er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.„Stríðið um framtíðina“ Skömmu fyrir kosningarnar 2016 sendi Butina Torshin eftirfarandi skilaboð: „Tíminn mun leiða það í ljós. Við erum búin að veðja og ég er að fylgja leikáætlun okkar...“ Torshin svaraði: „Auðvitað munum við vinna.“ Hann bætti við að aðalmálið væri ekki að vinna orrustu dagsins, heldur stríðið í heild. „Þetta er stríðið um framtíðina og það má ekki tapast. Annars munu allir tapa.“ Í ákærunni er einnig vísað til samskipta Butina og Erickson þar sem hann virðist hafa verið að aðstoða hana og benda henni á hvaða aðila hún ætti að mynda tengsl við. Þar kemur einnig fram að hún sé að vinna fyrir Torshin og hann sé að vinna fyrir yfirvöld Rússlands. Í tölvupóstum til annars Bandaríkjamanns segir Butina að erindreki forsetaembættis Rússlands hafi lýst yfir ánægju með verkefni þeirra sem sneri að einhverskonar „samskiptaleið“.Neitar ásökunum Butina mætti fyrir dómara nú í kvöld og neitaði lögmaður hennar ásökunum um að hún væri útsendari yfirvalda Rússlands. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið að vinna að því að mynda eigið tengslanet. Þá sagði lögmaður hennar að hún hefði starfað með yfirvöldum Bandaríkjanna vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af kosningunum. Butina hefði meðal annars borið vitni fyrir leyniþjónustunefnd þingsins á rúmlega átta klukkustunda lokuðum nefndarfundi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Butina, sem er mikill stuðningskona byssueignar í Bandaríkjunum, er sökuð um að hafa unnið með bandarískum aðilum og samtökum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Í ákærunni sem birt var í dag segir að Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. Hún var handtekin í gær.Butina er sögð hafa unnið sérstaklega fyrir einn rússneskan embættismann, sem þó er ekki nafngreindur, og hún hafi fengið hjál frá minnst tveimur Bandaríkjamönnum sem sömuleiðis eru ekki nafngreindir í ákærunni. Þá eru áðurnefnd hagsmunasamtök ekki heldur nafngreind. New York Times segir hins vegar að rússneski embættismaðurinn sé Alexander Torshin, einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands, og er hann sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi. Yfirvöld Spánar gáfu árið 2013 út handtökuskipun gagnvart Torshin en hann er sakaðu um peningaþvætti. Hann var þó aldrei ákærður. Enn fremur segir í frétt Times að bandaríski maðurinn heiti Paul Erickson og kynntust þau í Rússlandi.Þá segir NYT að samtökin séu National Rifle Association eða NRA. Stærstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Torshin er heiðursmeðlimur í NRA og Erickson er einnig meðlimur. Butina stofnaði samtökin Right to Bear Arms í Rússlandi og byrjuðu samskipti hennar og Bandaríkjamanna í árið 2013, samkvæmt kærunni. Hún hefur nokkrum sinnum boðið forsvarsmönnum NRA til Moskvu og hafa hún og Torshin sömuleiðis ferðast til Bandaríkjanna til að vera viðstödd viðburði NRA. Á einum slíkum viðburði reyndi Erickson að stofna til fundar á milli Torhsin og Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðenda og núverandi forseta Bandaríkjanna. Í tölvupósti til framboðs Trump titlaði Erickson Torshin sem „erindreka“ Vladimir Pútín, forseta Rússland.Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að Butina og Torshin hafi notað NRA til þess að koma fjármunum til framboðs Trump en slíkt er ólölegt í Bandaríkjunum.NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.Í áðurnefndri ákæru er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.„Stríðið um framtíðina“ Skömmu fyrir kosningarnar 2016 sendi Butina Torshin eftirfarandi skilaboð: „Tíminn mun leiða það í ljós. Við erum búin að veðja og ég er að fylgja leikáætlun okkar...“ Torshin svaraði: „Auðvitað munum við vinna.“ Hann bætti við að aðalmálið væri ekki að vinna orrustu dagsins, heldur stríðið í heild. „Þetta er stríðið um framtíðina og það má ekki tapast. Annars munu allir tapa.“ Í ákærunni er einnig vísað til samskipta Butina og Erickson þar sem hann virðist hafa verið að aðstoða hana og benda henni á hvaða aðila hún ætti að mynda tengsl við. Þar kemur einnig fram að hún sé að vinna fyrir Torshin og hann sé að vinna fyrir yfirvöld Rússlands. Í tölvupóstum til annars Bandaríkjamanns segir Butina að erindreki forsetaembættis Rússlands hafi lýst yfir ánægju með verkefni þeirra sem sneri að einhverskonar „samskiptaleið“.Neitar ásökunum Butina mætti fyrir dómara nú í kvöld og neitaði lögmaður hennar ásökunum um að hún væri útsendari yfirvalda Rússlands. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið að vinna að því að mynda eigið tengslanet. Þá sagði lögmaður hennar að hún hefði starfað með yfirvöldum Bandaríkjanna vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af kosningunum. Butina hefði meðal annars borið vitni fyrir leyniþjónustunefnd þingsins á rúmlega átta klukkustunda lokuðum nefndarfundi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent