Englendingar urðu í fjórða sæti á HM í Rússlandi en þeir töpuðu bronsleiknum gegn Belgum í dag. Portúgalinn Jose Mourinho segir enska landsliðið eiga bjarta framtíð.
Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur unnið sem sérfræðingur í kringum HM og sagði ensku leikmennina þurfa að trúa á ferlið.
„Englendingar koma heim með lið sem á klárlega bjarta framtíð. Það sést að sambandið á milli Gareth Southgate, Steve Holland [aðstoðarþjálfara] og leikmannanna er mjög gott,“ sagði Mourinho við Russia Today.
„Þeir eru með góðan grunn fyrir framhaldið. Það eru þrír, fjórir leikmenn í liðinu sem eru ekki hluti af nýju kynslóðinni en arftakar þeirra verða auðfundnir í úrvalsdeildinni. Framtíðin gæti orðið mjög björt.“
Enska liðið fór fram úr væntingum flestra með að enda í fjórða sæti, þrátt fyrir að hafa tapað tveimur síðstu leikjum sínum í mótinu.
„Það væri ekki mikil áhætta í því að segja að Englendingar geta gert enn betur á næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Jose Mourinho.
Mourinho: Framtíð Englendinga er björt
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn