Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 17:41 Fjölmennt lögreglulið stóð vaktina við Turnberry-golfvöll Trumps í dag. Forsetinn sést hér veifa mótmælendum, sem tóku illa í kveðjuna. Vísir/Getty Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36
Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59