Segir WOW hafa breytt draumafríinu í martröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 09:54 Heidi Gioia kvartar undan lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Skjáskot Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28