Mörgum finnst valið standa á milli Luka Modric og N'Golo Kante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2018 06:00 Luka Modric og N'Golo Kante. Vísir/Samsett/Getty Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira