Báðir spænsku risarnir á eftir stjörnuleikmönnum Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 11:30 Eden Hazard og Willian fagna saman marki með Chelsea. Vísir/Getty Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira