Tryggvi „raunverulegur víkingur“ sem vælir ekki yfir neinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Tryggvi Snær Hlinason stefnir á að verða annar Íslendingurinn til þess að spila í NBA deildinni mynd/raptors „Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
„Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira