Tryggvi „raunverulegur víkingur“ sem vælir ekki yfir neinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Tryggvi Snær Hlinason stefnir á að verða annar Íslendingurinn til þess að spila í NBA deildinni mynd/raptors „Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér. NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
„Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér.
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira