Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 10:52 Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum. Skjáskot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30
Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03