Modric: Orð ensku sjónvarpsmannanna gáfu Króötunum aukakraft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 09:30 Luka Modric fagnaí með því að stökkva upp í fangið á Mario Mandzukic. Það var einmitt Mandzukic sem skoraði sigurmark Króata. Vísir/Getty Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu áttu að vera útkeyrðir og dauðuppgefnir eftir framlengingar og vítakeppnir í bæði sextán og átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Svo sögðu allavega ensku knattspyrnuspekingarnir. Króatarnir voru ekki alveg sammála þessu og nýttu vanmat og virðingaleysi spekinganna vel. Luka Modric sagði virðingaleysu ensku sjónvarpsmannanna hafi gefið Króötunum aukakraft í leiknum í gær þar sem króatíska liðið kom til baka og tryggði sér svo sigurinn í framlengingu. „Við sýndum það einu sinni enn að við erum ekki þreyttir. Við vorum miklu betri í þessum leik hvort sem við erum að tala um andlega eða líkamlega þáttinn. Við vorum betri en þeir á öllum sviðum,“ sagði Luka Modric. BBC segir frá. Luka Modric hefur átt frábæra heimsmeistarakeppni og er mjög líklegur kandídat í að vera kosinn besti leikmaður keppninnar. Hann hefur ráðið ríkjum á miðjunni í leikjum króatíska liðsins."#ENG have got to find a player like Luka Modric"@chriswaddle93 says the #ThreeLions are lacking a creative midfield player - and have done since Gazza. *NEW* #WorldCup Daily podcast:https://t.co/ggvRTavSNq#ENGCRO#bbcworldcuppic.twitter.com/9q9MQ4NlDw — BBC 5 live Sport (@5liveSport) July 12, 2018 „Ensku blaðamennirnir og ensku sjónvarpsmennirnir vanmátu Króata og það voru stór mistök. Þeir áttu að vera auðmjúkari og bera meiri virðingu fyrir andstæðingum sínum,“ sagði Modric. „Við lásum þetta allt og heyrðum þetta allt. Þá sögðum við: Allt í lagi, við skulum sýna þeim að við erum ekki þreyttir,“ sagði Modric. Króatía er komið í sinn fyrsta úrsltialeik á HM en liðið hafði best náð þriðja sætinu á HM í Frakklandi 1998. „Þetta er besti árangurinn í sögu Króatíu og við gerum staðið stoltir,“ sagði Modric að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu áttu að vera útkeyrðir og dauðuppgefnir eftir framlengingar og vítakeppnir í bæði sextán og átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Svo sögðu allavega ensku knattspyrnuspekingarnir. Króatarnir voru ekki alveg sammála þessu og nýttu vanmat og virðingaleysi spekinganna vel. Luka Modric sagði virðingaleysu ensku sjónvarpsmannanna hafi gefið Króötunum aukakraft í leiknum í gær þar sem króatíska liðið kom til baka og tryggði sér svo sigurinn í framlengingu. „Við sýndum það einu sinni enn að við erum ekki þreyttir. Við vorum miklu betri í þessum leik hvort sem við erum að tala um andlega eða líkamlega þáttinn. Við vorum betri en þeir á öllum sviðum,“ sagði Luka Modric. BBC segir frá. Luka Modric hefur átt frábæra heimsmeistarakeppni og er mjög líklegur kandídat í að vera kosinn besti leikmaður keppninnar. Hann hefur ráðið ríkjum á miðjunni í leikjum króatíska liðsins."#ENG have got to find a player like Luka Modric"@chriswaddle93 says the #ThreeLions are lacking a creative midfield player - and have done since Gazza. *NEW* #WorldCup Daily podcast:https://t.co/ggvRTavSNq#ENGCRO#bbcworldcuppic.twitter.com/9q9MQ4NlDw — BBC 5 live Sport (@5liveSport) July 12, 2018 „Ensku blaðamennirnir og ensku sjónvarpsmennirnir vanmátu Króata og það voru stór mistök. Þeir áttu að vera auðmjúkari og bera meiri virðingu fyrir andstæðingum sínum,“ sagði Modric. „Við lásum þetta allt og heyrðum þetta allt. Þá sögðum við: Allt í lagi, við skulum sýna þeim að við erum ekki þreyttir,“ sagði Modric. Króatía er komið í sinn fyrsta úrsltialeik á HM en liðið hafði best náð þriðja sætinu á HM í Frakklandi 1998. „Þetta er besti árangurinn í sögu Króatíu og við gerum staðið stoltir,“ sagði Modric að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira