Erlent

Makedóníu boðin innganga í NATO

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræða saman á NATO-fundinum í gær - kannski um Makedóníu.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræða saman á NATO-fundinum í gær - kannski um Makedóníu. Vísir/Getty
Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í gær að hefja formlegar viðræður við Makedóníu um inngöngu ríkisins í hernaðarbandalagið.

Í síðasta mánuði undirrituðu Grikkland og Makedónía samkomulag um nýtt nafn á síðarnefnda ríkið. Áratugalöng deila hafði staðið um nafnið Makedónía enda teygði hin forna Makedónía sig inn fyrir landamæri Grikklands í dag. Grikkir höfðu neitað að viðurkenna nafn Makedóníu en samkvæmt samkomulaginu mun ríkið heita opinberlega Lýðveldið Norður-Makedónía.

Deilan stóð í vegi fyrir því að Makedóníumenn gætu sótt um aðild að NATO og ESB. Þar sem sátt liggur fyrir er sú hindrun úr sögunni í bili. Hún gæti birst á ný ef nýtt nafn verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóníumanna.




Tengdar fréttir

Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi

Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.

Trump setti NATO-fundinn úr skorðum

Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×