Gradon, sem var 32 ára, tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Love Island árið 2016 auk þess sem hún var valin Ungfrú Bretland árið 2009. Hún fannst látin á heimili foreldra sinna í bænum Ponteland í grennd við Newcastle þann 20. júní.
Armstrong lést tæpum þremur vikum síðar en daginn fyrir andlát hans deildi hann mynd af sér og Gradon á Instagram.
just wish I could cuddle you all day miss you so much man Sophie not a minute goes by with out your gorgeous smile being a picture in my mind everyday we spent together was so amazing I need them days back I love you princess
A post shared by Aaron Armstrong (@aarona619) on Jul 9, 2018 at 5:59am PDT
Lögregla hefur ekki gefið neitt út um dánarorsök parsins en hvorugt andlátið er þó talið hafa borið að með saknæmum hætti.