„Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:00 Enska landsliðið fyrir leikinn við Svía í átta liða úrslitunum. Vísir/Getty Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira