Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15