Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 20:34 Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018 NATO Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018
NATO Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira