Brennuvargar sem voru tilefni blóðugs umsáturs náðaðir Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 16:15 Hópur vopnaðra manna tók yfir Malheur-verndarsvæðið í Oregon, meðal annars til að mótmæla fangelsun Hammond-feðganna í byrjun árs 2016. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46
Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45
Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30
Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45