Brennuvargar sem voru tilefni blóðugs umsáturs náðaðir Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 16:15 Hópur vopnaðra manna tók yfir Malheur-verndarsvæðið í Oregon, meðal annars til að mótmæla fangelsun Hammond-feðganna í byrjun árs 2016. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46
Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45
Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30
Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45