Valdís Þóra úr leik á Opna skoska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2018 14:58 Valdís Þóra náði ekki að bæta fyrir erfiðan hring í gær vísir/getty Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen. Hún kláraði annan hringinn í dag á pari vallarins og var samtals á þremur höggum yfir pari. Valdís átti ekki nógu góðan dag í gær og kláraði fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur haldist við eitt högg yfir par í dag og því erfitt, en alls ekki ómögulegt, verkefni fyrir höndum hjá Valdísi að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún byrjaði daginn mjög vel og fékk fugl á annari holu. Hún fékk svo skolla á 6. holu en kláraði fyrri níu með því að bæta við öðrum fugli og var því einu höggi undir pari, samtals á tveimur yfir í mótinu, eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru mjög skrautlegar hjá Skagakonunni. Hún fékk fugl á 11. holu og var komin undir niðurskurðarlínuna. Svo komu hins vegar tveir skollar og einn fugl á næstu þremur holum og Íslandsmeistarinn 2017 aftur dottin úr leik. Eftir par á 15. - 17. holu fékk Valdís svo skolla á 18. og var þar með nokkuð ljóst að hún sé úr leik. Eins og staðan var í mótinu þegar Valdís lauk leik lenti hún jöfn í 96. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda í mótinu. Hún átti enn erfiðara verkefni fyrir höndum því hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari. Hún er tiltölulega nýfarin af stað á öðrum hring og er búin að fá tvo fugla á fyrstu fimm holunum. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen. Hún kláraði annan hringinn í dag á pari vallarins og var samtals á þremur höggum yfir pari. Valdís átti ekki nógu góðan dag í gær og kláraði fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur haldist við eitt högg yfir par í dag og því erfitt, en alls ekki ómögulegt, verkefni fyrir höndum hjá Valdísi að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún byrjaði daginn mjög vel og fékk fugl á annari holu. Hún fékk svo skolla á 6. holu en kláraði fyrri níu með því að bæta við öðrum fugli og var því einu höggi undir pari, samtals á tveimur yfir í mótinu, eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru mjög skrautlegar hjá Skagakonunni. Hún fékk fugl á 11. holu og var komin undir niðurskurðarlínuna. Svo komu hins vegar tveir skollar og einn fugl á næstu þremur holum og Íslandsmeistarinn 2017 aftur dottin úr leik. Eftir par á 15. - 17. holu fékk Valdís svo skolla á 18. og var þar með nokkuð ljóst að hún sé úr leik. Eins og staðan var í mótinu þegar Valdís lauk leik lenti hún jöfn í 96. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda í mótinu. Hún átti enn erfiðara verkefni fyrir höndum því hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari. Hún er tiltölulega nýfarin af stað á öðrum hring og er búin að fá tvo fugla á fyrstu fimm holunum.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira