Veigar á meðal fremstu manna á gullöld Hollywood-stiklanna Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2018 11:15 Veigar Margerisson tónskáld í hljóðveri þar sem tónlistin var tekin upp fyrir stikluna úr Fantastic Beasts 2. Aðsend Ný stikla var frumsýnd úr stórmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald á ráðstefnunni Comic Con í San Diego um liðna helgi. Í stiklunni mátti sjá leikarann Ingvar E. Sigurðsson bregða fyrir en Ólafur Darri Ólafsson fer einnig með hlutverk í myndinni ásamt Álfrúnu Gísladóttur. Það er þó einn Íslendingur til viðbótar sem kemur að gerð myndarinnar en fyrirtæki tónskáldsins Veigars Margeirssonar, Pitch Hammer Music, samdi tónlist fyrir stiklu myndarinnar sem frumsýnd var um liðna helgi. Um var að ræða langt og strangt ferli sem tók yfir tíu mánuði með hléum og máttu Veigar og félagar ekki tjá sig um vinnuna, fyrr en núna. Veigar er menntaður trompetleikari og tónskáld en hann flutti til Bandaríkjanna árið 1993 til að stunda nám við Berklee College of Music í Boston og síðan í University of Miami. Eftir nám hélt hann til Los Angeles þar sem hann fór m.a. að semja tónlist fyrir stiklur sem notaðar eru til að kynna komandi kvikmyndir. Veigar segir í samtali við Vísi að hann sé búinn að semja tónlist fyrir á annað þúsund kynningarmyndbanda fyrir kvikmyndir á þessum ferli sínum en á meðal nýrra verkefna eru Jurassic World: Fallen Kingdom, Mission Impossible: Fallout, Ready Player One, Adrift, Star Wars: The Last Jedi, Deadpool 2, Blade Runner 2049, Jumanji: Welcome to the Jungle og fleiri. Við þetta má bæta að Veigar vann einnig tónlist fyrir Coke-auglýsinguna sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði. Hér fyrir neðan má sjá klippu þar sem farið er yfir helstu verk fyrirtækisins:Býr á Íslandi en rekur fyrirtæki í LA Hann var lengi búsettur í Los Angeles en kom heim til Íslands aftur árið 2014 og er með annan fótinn í Bandaríkjunum vegna fyrirtækisins. Hann segir nútímatækni gera það að verkum að lítið mál er að búa á Íslandi og reka fyrirtæki í Bandaríkjunum og þá hafi samgöngur á milli Íslands og Kaliforníu snarbatnað síðastliðin ár. Fyrirtæki Veigars vinnur með öllum helstu kvikmyndaverunum í Hollywood, en hefur unnið einna mest með myndverinu Warner Brothers síðastliðin fimmtán ár. Warner Brothers framleiðir Fantastic Beasts-myndirnar sem eru byggðar á verkum breska rithöfundarins J.K. Rowling sem er frægust fyrir sögurnar um töfradrenginn Harry Potter. Fantastic Beasts fjallar um galdraverurnar í ævintýraheimi Harry Potter en ekki galdradrenginn sjálfan.Hér fyrir neðan má sjá stikluna sjálfa:Veigar segir Warner Brothers hafa fengið fyrirtæki hans til að gera tónlist við þessa tiltekna stiklu á ákveðnum forsendum. Myndverið vildi að stiklan höfðaði meira til fullorðinna. „Þeir vildu hafa dálítið dökkt yfirbragð og vísuðu í njósnamyndir og film noir myndir,“ segir Veigar en einnig þurfti að hafa tilvísun í Hedwig-lagið úr Harry Potter-myndunum og flétta stef úr fyrri Fantastic Beasts myndinni inn í tónlistina. Er þessi stikla óvenjulega löng, rúmlega þrjár mínútur, en hefðbundin stikla er um tvær og hálf mínúta að lengd. „Glöggir taka kannski eftir hvernig klukkutif er notað sem hluti af taktinum.”Starfar á gullöld „treileranna“ Í júlí síðastliðnum fjallaði Vice News um þennan stiklubransa sem er í miklum blóma í Bandaríkjunum. Í umfjölluninni kom fram að á meðan kvikmyndaaðsókn á heimsvísu hefur dalað horfa aldrei jafn margir á stiklur úr kvikmyndum. Er þar talað um ákveðna gullöld þegar kemur að stiklum. Við upphaf þessarar aldar voru um 12 fyrirtæki sem sérhæfðu sig í framleiðslu á „treilerum“ en í dag eru þau rúmlega 100. Vísað er þar í niðurstöðu rannsókna sem gefa til kynna að fólk byggi ákvörðun sína um að horfa á myndir frekar á stiklum en gagnrýnendum og umsögnum vina.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina:„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir hvað það fer mikil umhugsun í að markaðssetja eitt stykki bíómynd,“ segir Veigar. Hann segir níutíu prósent af verkum fyrirtækisins vera fyrir stiklur og auglýsingar. Einstaka sinnum gerir fyrirtæki kvikmyndatónlist en Veigar sjálfur hefur gert tónlist fyrir kvikmyndir. „Við vinnum í um það bil hundrað markaðsherferðum á ári. „Ég er með hljóðver í Los Angeles og hér í Reykjavík og skrifstofur í Los Angeles og Atlanta. Við fjölskyldan vorum farin að sakna fólksins okkar hér heima og ákváðum að prófa að vera hér heima ásamt því að reka fyrirtæki ytra. Ég er með góða nettengingu og flýg til Los Angeles eftir þörfum. Það munar miklu að það sé hægt að fljúga beint þangað í dag frá Íslandi. Ég var þarna í tuttugu ár og lengi vel þurfti maður alltaf að taka tengiflug fram og til baka.“Veigar samdi langa svítu fyrir stikluna sem klipparar bútuðu niður. Veigar þurfti síðan að ferðast á milli Íslands og Los Angeles til að fylgjast með afrakstrinum því mikil leynd var yfir verkefninu.AðsendAllt að 40 tónlistarbútar í einni stiklu Í svona stiklu er ansi mikið af upplýsingum komið fyrir á skömmum tíma. Það á einnig við um tónlistina sem fylgir þeim og segir Veigar að allt að fjörutíu tónlistarbútar geti verið í einni stiklu. „Þannig að við erum stundum með tónlist í stiklu og svo kannski keppinautar okkar og fræg lög í sama trailer í bland.” Þegar kom að því að semja tónlist fyrir stikluna úr Fantastic Beasts samdi Veigar langa svítu sem klipparar taka við og búta niður. Veigar þarf síðan að fara út til Los Angeles og kynna sér afraksturinn í svona stóru verkefni því stranglega bannað er að senda það í tölvutæku formi. „Ég má ekki fá myndina í hljóðver til mín því það er svo mikið um að hakkarar reyni að komast yfir þetta efni. Fyrir 10 til 15 árum fékk ég myndbandsskrár eða spólur sendar heim til mín en það má ekki í dag,“ segir Veigar. „Svo vann ég þetta fram og til baka með einu af aðstoðartónskáldinu mínu í LA.“Mikil pólitík í bransanum Hann tekur fram að mikil pólitík sé í þessu ferli þar sem yfirmenn kvikmyndavera hafi ansi miklar skoðanir á lokaafurðinni. „Lokakaflinn fór í gegnum endalausar endurvinnslur og breytingar. Þetta er væntanlega svoleiðis í öllum starfsgeirum en með tíð og tíma lærir maður að lesa í gegnum þetta. Bandaríkjamenn eru yfirleitt þægilegir og jákvæðir en maður verður að vera svolítið klár og segja réttu hlutina á rétta tímanum, spila leikinn eins og sagt er. Langflestir í þessum bransa eru fagmenn fram í fingurgóma.“ Þegar kom að því að gera tónlist fyrir stiklu úr Steven Spielberg-myndinni Ready Player One notaðist Veigar við hundrað manna hljómsveit og kór og var stefnt á það fyrir Fantastic Beasts-stikluna. Það gafst hins vegar ekki tími fyrir slíkt. Undirspilið er oftast tölvugert í fyrstu til að fá hugmynd um hvernig verkið á að hljóma og er hljómsveit síðan fengin til að leika verkið. Ekki gafst tími til þess þegar kom að stiklunni fyrir Fantastic Beasts og var niðurstaðan að notast við stafræna undirspilið en fá nokkra hljóðfæraleikara til að leika yfir það. „Það er auðvitað skemmtilegast að hafa heila hljómsveit en hraðinn er oft það mikill að það gefst ekki tími til þess. Svo er það oft tilfellið að þú sendir frá þér fyrstu útgáfu sem er stafræn og fólk venst því. Svo þegar stafræna undirspilinu er skipt út fyrir alvöru hljómsveit, þá kemur kannski pat á yfirmenn kvikmyndaveranna af því tónlistin hljómar aðeins öðruvísi og það vill fá fyrstu útgáfuna aftur sem því leist svo vel á,“ segir Veigar. „Það má reyndar bæta því við að hljóðbankar og „hljóðfæra-sömplin” sem við vinnum með eru orðin svo fullkomin að það er stundum ógerlegt fyrir fólk að heyra muninn á tölvugerðu og „alvöru“. En það krefst mikillar vinnu að gera þetta allt vel og rétt.“Veigar rekur hljóðver á Íslandi og í Los Angeles.Vísir/ErnirVið vinnslu á þessari stóru stiklu var markmiðið að ná til sem flestra, bæði ungra sem aldinna. Í öðrum tilfellum þarf Veigar að semja tónlist með það fyrir huga að ná til ákveðins hóps, til dæmis þegar stuttar stiklur eru gerðar fyrir sjónvarp. „Í þessu tilviki vorum við að reyna að markaðssetja þetta ekki bara fyrir krakka. Í þessari mynd koma furðuverur upp úr einhverjum töskum og fullorðið fólk er sumt ekki að kveikja á því. Við fengum því aðeins meira frelsi og áttum að gera hvað við gátum til að gera þetta meira fullorðins,“ segir Veigar.Reynir að finna eitthvað nýtt Á ferli sínum hefur Veigar gert tónlist fyrir á annað þúsund „trailera“ en fyrirtæki hans gerir um hundrað stiklur á ári og vinnur að fjölda auglýsinga. Það kann að hljóma fremur yfirþyrmandi að gera tónlist fyrir yfir hundrað stiklur eða markaðsherferðir á ári, að því gefnu að tónverkið megi ekki vera það sama í hvert sinn. Sumir hafa lýst því yfir hvað það getur verið erfitt að semja efni fyrir tíu laga plötu, þó að það sé kannski ekki alveg sambærilegt við vinnu Veigars, en hann segir þetta vissulega krefjandi og að hann þurfi að ganga úr skugga um að hann hafi hreinlega ekki gert sömu tónlist áður þegar hann er að vinna að nýju verki. Fyrirtæki Veigars sérhannar einnig laga- og hljóðbanka fyrir klippara og framleiðendur sem þeir geta klippt inn og notað í stiklum. „Þannig að stór hluti af tónlist okkar í trailerum er saminn fyrir fram, með sérstaka tilfinningu í huga (drama, hasar, spenna og svo framvegis) og klippararnir fara svo í gegnum okkar tónlist og nota. Þannig að það er ekki alveg þannig að öll verkefni krefjist þess að við semjum eitthvað nýtt,“ segir Veigar.Bransinn hræddur við breytingar Hann segir ákveðna hluti virka þegar kemur að tónlist fyrir markaðsherferðir sem er búið að teygja ansi langt. „Maður reynir að búa til eitthvað nýtt í hvert sinn en allt of oft fer maður aftur í sama gamla farið af því maður er neyddur til þess. Margir í þessum bransa eru hræddir við miklar breytingar,“ segir Veigar. Einhverjir muna kannski eftir rödd Don LaFontaine en sá maður ljáði rúmlega fimm þúsund stiklum rödd sína og hundruð þúsunda auglýsinga.Hér fyrir neðan má heyra rödd LaFontaine:Veigar segir þetta til marks um einhæfnina sem á það til að loða við þennan bransa. Fáum datt til hugar að nota kvenmannsrödd í slíka tegund stikla en það var þó gert fyrir kvikmyndina Gone In Sixty Seconds sem kom út árið 2000.Hér fyrir neðan má sjá stikluna:Í dag er hins vegar í tísku að láta söngkonur syngja þekkt popplög í nokkurskonar vögguvísustíl í stiklum. „Og við höfum tekið þátt í því,“ segir Veigar. Hér fyrir neðan má heyra útgáfu af California Dreamin´ með Mamas and the Papas í stiklu úr kvikmyndinni San Andreas sem hefst á köldu píanóspili og svo bætist við söngur frá konu sem virðist vera að reyna að koma einhverjum í svefn en markmiðið er þó að fylla áhorfendur örvæntingu.Hér fyrir neðan má sjá stikluna: Veigar segir fyrirtækið sitt hafa farið langt þegar kemur að hljóðhönnun, það er að segja að blanda saman tónlist og hljóðum, fyrir spennu- og hryllingsmyndir. Þar hafi fyrirtæki hans verið afar skapandi. „Fólk kannski sér eitthvað og hugsar: „Vá, hvað þetta er flott! En ég veit ekki hvað þetta er.“ Það eru viðbrögðin sem við erum að leita eftir,“ segir Veigar. Hann segir það sama eiga við kvikmyndatónlist, að hún eigi ekki að stinga í stúf heldur að magna upp tilfinningu áhorfandans þannig að hann taki ekki beint eftir því. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson heitinn gerði það til dæmis afburða vel í kvikmyndinni Sicario þar sem tónlist hans átti mikinn þátt í því að magna upp spennu í myndinni.Hér fyrir neðan má sjá atriði úr myndinni þar sem tónlist Jóhanns magnar upp spennuna:Á YouTube er einnig að finna afar áhugaverða klippu þar sem tónlist kvikmyndatónskáldsins bandaríska John Williams hefur verið tekin út úr lokaatriði kvikmyndarinnar E.T. til að sýna fram á mikilvægi hennar. „Að mínu mati er enginn jafn snjall og John Williams þegar kemur að kvikmyndatónlist,“ segir Veigar.Hér fyrir neðan má sjá umrædda klippu:Þannig eigi kvikmyndatónlist að vera, að hún falli inn í eina heild með búningahönnun, förðun, hljóði, klippingu og svo framvegis. „Og það á einnig við um tónlist sem er í stiklum kvikmynda. Við sem vinnum í að markaðssetja myndirnar, við fáum ekki þetta sama augljósa hrós sem þeir sem eru í myndinni fá,“ segir Veigar.Engin miskunn í Hollywood ef maður er seinn Hann segir tímapressuna í þessu bransa ansi mikla, og ef einhver missir af skilafresti þá er viðkomandi ekki í góðum málum. Veigar segist oft fá beiðni um verk sem hann þarf að skila á einum degi eða nokkrum klukkutímum. Veigar er menntaður í klassískum tónsmíðum og útsetningum og segir lítið annað duga í slíkum verkefnum en að setjast niður og fara eftir innsæinu og reynslunni. „Ég er líka mjög lánsamur með starfsfólk og aðstoðarmenn. Þetta or oftast „teamwork” og margir koma að ferlinu; útsetjarar, upptökufólk, hljóðfæraleikarar og þess háttar. Svo jafnast ekkert á við að eiga skilningsríka eiginkonu og fjölskyldu, því þetta telst seint til dæmigerðar níu til fimm vinnu. Vinnutíminn er hreinlega galinn á köflum.” Framleiðandi stiklunnar úr Fantastic Beasts er gamall félagi hans sem er virtur í þessum bransa. „Hann veit hvað hann fær ef hann hringir í mig og veit að ég skila á réttum tíma og án þess að fara fram yfir þá upphæð sem á að fara í verkið. Það er það sem ræður úrslitum í þessum bransa. Ef þú ert klukkutíma of seinn getur þú hreinlega verið úr leik. Það er ekki gefinn afsláttur á því í Hollywood. Ef þú missir af skilafresti, þá ertu búinn að gera upp á bak eins og sagt er.“Gaman að láta til sín taka heima Spurður hvort einhver stór verkefni séu fram undan svarar Veigar að svo sé en hann megi ekki tjá sig um stök verkefni vegna leyndar hjá kvikmyndaverum. „Mikill hluti tímans hjá mér fer í rekstur og listræna stjórnun, að fara yfir verk tónskálda, hljóðhönnuða, mixermanna og slíkt og því gefst mér oft ekki nægur tími til að sinna mínum eigin tónsmíðum lengi í einu.“ Hann vonast til að hafa meiri tíma til að sinna eigin tónsmíðum er fram í sækir. „Og færa mig aðeins meira í langa „format-ið“ og semja tónlist við heilar kvikmyndir í bland við stiklurnar. Mér finnst líka gaman að vinna íslensk verkefni og hef gert nokkur slík þegar tími hefur gefist, t.d. með Stórsveit Reykjavíkur og fyrir Þjóðleikhúsið. Það er alltaf gaman að láta til sína taka á heimaslóðum.“ Tengdar fréttir Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Stiklan var opinberuð á Comic Con í dag. 21. júlí 2018 19:41 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ný stikla var frumsýnd úr stórmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald á ráðstefnunni Comic Con í San Diego um liðna helgi. Í stiklunni mátti sjá leikarann Ingvar E. Sigurðsson bregða fyrir en Ólafur Darri Ólafsson fer einnig með hlutverk í myndinni ásamt Álfrúnu Gísladóttur. Það er þó einn Íslendingur til viðbótar sem kemur að gerð myndarinnar en fyrirtæki tónskáldsins Veigars Margeirssonar, Pitch Hammer Music, samdi tónlist fyrir stiklu myndarinnar sem frumsýnd var um liðna helgi. Um var að ræða langt og strangt ferli sem tók yfir tíu mánuði með hléum og máttu Veigar og félagar ekki tjá sig um vinnuna, fyrr en núna. Veigar er menntaður trompetleikari og tónskáld en hann flutti til Bandaríkjanna árið 1993 til að stunda nám við Berklee College of Music í Boston og síðan í University of Miami. Eftir nám hélt hann til Los Angeles þar sem hann fór m.a. að semja tónlist fyrir stiklur sem notaðar eru til að kynna komandi kvikmyndir. Veigar segir í samtali við Vísi að hann sé búinn að semja tónlist fyrir á annað þúsund kynningarmyndbanda fyrir kvikmyndir á þessum ferli sínum en á meðal nýrra verkefna eru Jurassic World: Fallen Kingdom, Mission Impossible: Fallout, Ready Player One, Adrift, Star Wars: The Last Jedi, Deadpool 2, Blade Runner 2049, Jumanji: Welcome to the Jungle og fleiri. Við þetta má bæta að Veigar vann einnig tónlist fyrir Coke-auglýsinguna sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði. Hér fyrir neðan má sjá klippu þar sem farið er yfir helstu verk fyrirtækisins:Býr á Íslandi en rekur fyrirtæki í LA Hann var lengi búsettur í Los Angeles en kom heim til Íslands aftur árið 2014 og er með annan fótinn í Bandaríkjunum vegna fyrirtækisins. Hann segir nútímatækni gera það að verkum að lítið mál er að búa á Íslandi og reka fyrirtæki í Bandaríkjunum og þá hafi samgöngur á milli Íslands og Kaliforníu snarbatnað síðastliðin ár. Fyrirtæki Veigars vinnur með öllum helstu kvikmyndaverunum í Hollywood, en hefur unnið einna mest með myndverinu Warner Brothers síðastliðin fimmtán ár. Warner Brothers framleiðir Fantastic Beasts-myndirnar sem eru byggðar á verkum breska rithöfundarins J.K. Rowling sem er frægust fyrir sögurnar um töfradrenginn Harry Potter. Fantastic Beasts fjallar um galdraverurnar í ævintýraheimi Harry Potter en ekki galdradrenginn sjálfan.Hér fyrir neðan má sjá stikluna sjálfa:Veigar segir Warner Brothers hafa fengið fyrirtæki hans til að gera tónlist við þessa tiltekna stiklu á ákveðnum forsendum. Myndverið vildi að stiklan höfðaði meira til fullorðinna. „Þeir vildu hafa dálítið dökkt yfirbragð og vísuðu í njósnamyndir og film noir myndir,“ segir Veigar en einnig þurfti að hafa tilvísun í Hedwig-lagið úr Harry Potter-myndunum og flétta stef úr fyrri Fantastic Beasts myndinni inn í tónlistina. Er þessi stikla óvenjulega löng, rúmlega þrjár mínútur, en hefðbundin stikla er um tvær og hálf mínúta að lengd. „Glöggir taka kannski eftir hvernig klukkutif er notað sem hluti af taktinum.”Starfar á gullöld „treileranna“ Í júlí síðastliðnum fjallaði Vice News um þennan stiklubransa sem er í miklum blóma í Bandaríkjunum. Í umfjölluninni kom fram að á meðan kvikmyndaaðsókn á heimsvísu hefur dalað horfa aldrei jafn margir á stiklur úr kvikmyndum. Er þar talað um ákveðna gullöld þegar kemur að stiklum. Við upphaf þessarar aldar voru um 12 fyrirtæki sem sérhæfðu sig í framleiðslu á „treilerum“ en í dag eru þau rúmlega 100. Vísað er þar í niðurstöðu rannsókna sem gefa til kynna að fólk byggi ákvörðun sína um að horfa á myndir frekar á stiklum en gagnrýnendum og umsögnum vina.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina:„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir hvað það fer mikil umhugsun í að markaðssetja eitt stykki bíómynd,“ segir Veigar. Hann segir níutíu prósent af verkum fyrirtækisins vera fyrir stiklur og auglýsingar. Einstaka sinnum gerir fyrirtæki kvikmyndatónlist en Veigar sjálfur hefur gert tónlist fyrir kvikmyndir. „Við vinnum í um það bil hundrað markaðsherferðum á ári. „Ég er með hljóðver í Los Angeles og hér í Reykjavík og skrifstofur í Los Angeles og Atlanta. Við fjölskyldan vorum farin að sakna fólksins okkar hér heima og ákváðum að prófa að vera hér heima ásamt því að reka fyrirtæki ytra. Ég er með góða nettengingu og flýg til Los Angeles eftir þörfum. Það munar miklu að það sé hægt að fljúga beint þangað í dag frá Íslandi. Ég var þarna í tuttugu ár og lengi vel þurfti maður alltaf að taka tengiflug fram og til baka.“Veigar samdi langa svítu fyrir stikluna sem klipparar bútuðu niður. Veigar þurfti síðan að ferðast á milli Íslands og Los Angeles til að fylgjast með afrakstrinum því mikil leynd var yfir verkefninu.AðsendAllt að 40 tónlistarbútar í einni stiklu Í svona stiklu er ansi mikið af upplýsingum komið fyrir á skömmum tíma. Það á einnig við um tónlistina sem fylgir þeim og segir Veigar að allt að fjörutíu tónlistarbútar geti verið í einni stiklu. „Þannig að við erum stundum með tónlist í stiklu og svo kannski keppinautar okkar og fræg lög í sama trailer í bland.” Þegar kom að því að semja tónlist fyrir stikluna úr Fantastic Beasts samdi Veigar langa svítu sem klipparar taka við og búta niður. Veigar þarf síðan að fara út til Los Angeles og kynna sér afraksturinn í svona stóru verkefni því stranglega bannað er að senda það í tölvutæku formi. „Ég má ekki fá myndina í hljóðver til mín því það er svo mikið um að hakkarar reyni að komast yfir þetta efni. Fyrir 10 til 15 árum fékk ég myndbandsskrár eða spólur sendar heim til mín en það má ekki í dag,“ segir Veigar. „Svo vann ég þetta fram og til baka með einu af aðstoðartónskáldinu mínu í LA.“Mikil pólitík í bransanum Hann tekur fram að mikil pólitík sé í þessu ferli þar sem yfirmenn kvikmyndavera hafi ansi miklar skoðanir á lokaafurðinni. „Lokakaflinn fór í gegnum endalausar endurvinnslur og breytingar. Þetta er væntanlega svoleiðis í öllum starfsgeirum en með tíð og tíma lærir maður að lesa í gegnum þetta. Bandaríkjamenn eru yfirleitt þægilegir og jákvæðir en maður verður að vera svolítið klár og segja réttu hlutina á rétta tímanum, spila leikinn eins og sagt er. Langflestir í þessum bransa eru fagmenn fram í fingurgóma.“ Þegar kom að því að gera tónlist fyrir stiklu úr Steven Spielberg-myndinni Ready Player One notaðist Veigar við hundrað manna hljómsveit og kór og var stefnt á það fyrir Fantastic Beasts-stikluna. Það gafst hins vegar ekki tími fyrir slíkt. Undirspilið er oftast tölvugert í fyrstu til að fá hugmynd um hvernig verkið á að hljóma og er hljómsveit síðan fengin til að leika verkið. Ekki gafst tími til þess þegar kom að stiklunni fyrir Fantastic Beasts og var niðurstaðan að notast við stafræna undirspilið en fá nokkra hljóðfæraleikara til að leika yfir það. „Það er auðvitað skemmtilegast að hafa heila hljómsveit en hraðinn er oft það mikill að það gefst ekki tími til þess. Svo er það oft tilfellið að þú sendir frá þér fyrstu útgáfu sem er stafræn og fólk venst því. Svo þegar stafræna undirspilinu er skipt út fyrir alvöru hljómsveit, þá kemur kannski pat á yfirmenn kvikmyndaveranna af því tónlistin hljómar aðeins öðruvísi og það vill fá fyrstu útgáfuna aftur sem því leist svo vel á,“ segir Veigar. „Það má reyndar bæta því við að hljóðbankar og „hljóðfæra-sömplin” sem við vinnum með eru orðin svo fullkomin að það er stundum ógerlegt fyrir fólk að heyra muninn á tölvugerðu og „alvöru“. En það krefst mikillar vinnu að gera þetta allt vel og rétt.“Veigar rekur hljóðver á Íslandi og í Los Angeles.Vísir/ErnirVið vinnslu á þessari stóru stiklu var markmiðið að ná til sem flestra, bæði ungra sem aldinna. Í öðrum tilfellum þarf Veigar að semja tónlist með það fyrir huga að ná til ákveðins hóps, til dæmis þegar stuttar stiklur eru gerðar fyrir sjónvarp. „Í þessu tilviki vorum við að reyna að markaðssetja þetta ekki bara fyrir krakka. Í þessari mynd koma furðuverur upp úr einhverjum töskum og fullorðið fólk er sumt ekki að kveikja á því. Við fengum því aðeins meira frelsi og áttum að gera hvað við gátum til að gera þetta meira fullorðins,“ segir Veigar.Reynir að finna eitthvað nýtt Á ferli sínum hefur Veigar gert tónlist fyrir á annað þúsund „trailera“ en fyrirtæki hans gerir um hundrað stiklur á ári og vinnur að fjölda auglýsinga. Það kann að hljóma fremur yfirþyrmandi að gera tónlist fyrir yfir hundrað stiklur eða markaðsherferðir á ári, að því gefnu að tónverkið megi ekki vera það sama í hvert sinn. Sumir hafa lýst því yfir hvað það getur verið erfitt að semja efni fyrir tíu laga plötu, þó að það sé kannski ekki alveg sambærilegt við vinnu Veigars, en hann segir þetta vissulega krefjandi og að hann þurfi að ganga úr skugga um að hann hafi hreinlega ekki gert sömu tónlist áður þegar hann er að vinna að nýju verki. Fyrirtæki Veigars sérhannar einnig laga- og hljóðbanka fyrir klippara og framleiðendur sem þeir geta klippt inn og notað í stiklum. „Þannig að stór hluti af tónlist okkar í trailerum er saminn fyrir fram, með sérstaka tilfinningu í huga (drama, hasar, spenna og svo framvegis) og klippararnir fara svo í gegnum okkar tónlist og nota. Þannig að það er ekki alveg þannig að öll verkefni krefjist þess að við semjum eitthvað nýtt,“ segir Veigar.Bransinn hræddur við breytingar Hann segir ákveðna hluti virka þegar kemur að tónlist fyrir markaðsherferðir sem er búið að teygja ansi langt. „Maður reynir að búa til eitthvað nýtt í hvert sinn en allt of oft fer maður aftur í sama gamla farið af því maður er neyddur til þess. Margir í þessum bransa eru hræddir við miklar breytingar,“ segir Veigar. Einhverjir muna kannski eftir rödd Don LaFontaine en sá maður ljáði rúmlega fimm þúsund stiklum rödd sína og hundruð þúsunda auglýsinga.Hér fyrir neðan má heyra rödd LaFontaine:Veigar segir þetta til marks um einhæfnina sem á það til að loða við þennan bransa. Fáum datt til hugar að nota kvenmannsrödd í slíka tegund stikla en það var þó gert fyrir kvikmyndina Gone In Sixty Seconds sem kom út árið 2000.Hér fyrir neðan má sjá stikluna:Í dag er hins vegar í tísku að láta söngkonur syngja þekkt popplög í nokkurskonar vögguvísustíl í stiklum. „Og við höfum tekið þátt í því,“ segir Veigar. Hér fyrir neðan má heyra útgáfu af California Dreamin´ með Mamas and the Papas í stiklu úr kvikmyndinni San Andreas sem hefst á köldu píanóspili og svo bætist við söngur frá konu sem virðist vera að reyna að koma einhverjum í svefn en markmiðið er þó að fylla áhorfendur örvæntingu.Hér fyrir neðan má sjá stikluna: Veigar segir fyrirtækið sitt hafa farið langt þegar kemur að hljóðhönnun, það er að segja að blanda saman tónlist og hljóðum, fyrir spennu- og hryllingsmyndir. Þar hafi fyrirtæki hans verið afar skapandi. „Fólk kannski sér eitthvað og hugsar: „Vá, hvað þetta er flott! En ég veit ekki hvað þetta er.“ Það eru viðbrögðin sem við erum að leita eftir,“ segir Veigar. Hann segir það sama eiga við kvikmyndatónlist, að hún eigi ekki að stinga í stúf heldur að magna upp tilfinningu áhorfandans þannig að hann taki ekki beint eftir því. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson heitinn gerði það til dæmis afburða vel í kvikmyndinni Sicario þar sem tónlist hans átti mikinn þátt í því að magna upp spennu í myndinni.Hér fyrir neðan má sjá atriði úr myndinni þar sem tónlist Jóhanns magnar upp spennuna:Á YouTube er einnig að finna afar áhugaverða klippu þar sem tónlist kvikmyndatónskáldsins bandaríska John Williams hefur verið tekin út úr lokaatriði kvikmyndarinnar E.T. til að sýna fram á mikilvægi hennar. „Að mínu mati er enginn jafn snjall og John Williams þegar kemur að kvikmyndatónlist,“ segir Veigar.Hér fyrir neðan má sjá umrædda klippu:Þannig eigi kvikmyndatónlist að vera, að hún falli inn í eina heild með búningahönnun, förðun, hljóði, klippingu og svo framvegis. „Og það á einnig við um tónlist sem er í stiklum kvikmynda. Við sem vinnum í að markaðssetja myndirnar, við fáum ekki þetta sama augljósa hrós sem þeir sem eru í myndinni fá,“ segir Veigar.Engin miskunn í Hollywood ef maður er seinn Hann segir tímapressuna í þessu bransa ansi mikla, og ef einhver missir af skilafresti þá er viðkomandi ekki í góðum málum. Veigar segist oft fá beiðni um verk sem hann þarf að skila á einum degi eða nokkrum klukkutímum. Veigar er menntaður í klassískum tónsmíðum og útsetningum og segir lítið annað duga í slíkum verkefnum en að setjast niður og fara eftir innsæinu og reynslunni. „Ég er líka mjög lánsamur með starfsfólk og aðstoðarmenn. Þetta or oftast „teamwork” og margir koma að ferlinu; útsetjarar, upptökufólk, hljóðfæraleikarar og þess háttar. Svo jafnast ekkert á við að eiga skilningsríka eiginkonu og fjölskyldu, því þetta telst seint til dæmigerðar níu til fimm vinnu. Vinnutíminn er hreinlega galinn á köflum.” Framleiðandi stiklunnar úr Fantastic Beasts er gamall félagi hans sem er virtur í þessum bransa. „Hann veit hvað hann fær ef hann hringir í mig og veit að ég skila á réttum tíma og án þess að fara fram yfir þá upphæð sem á að fara í verkið. Það er það sem ræður úrslitum í þessum bransa. Ef þú ert klukkutíma of seinn getur þú hreinlega verið úr leik. Það er ekki gefinn afsláttur á því í Hollywood. Ef þú missir af skilafresti, þá ertu búinn að gera upp á bak eins og sagt er.“Gaman að láta til sín taka heima Spurður hvort einhver stór verkefni séu fram undan svarar Veigar að svo sé en hann megi ekki tjá sig um stök verkefni vegna leyndar hjá kvikmyndaverum. „Mikill hluti tímans hjá mér fer í rekstur og listræna stjórnun, að fara yfir verk tónskálda, hljóðhönnuða, mixermanna og slíkt og því gefst mér oft ekki nægur tími til að sinna mínum eigin tónsmíðum lengi í einu.“ Hann vonast til að hafa meiri tíma til að sinna eigin tónsmíðum er fram í sækir. „Og færa mig aðeins meira í langa „format-ið“ og semja tónlist við heilar kvikmyndir í bland við stiklurnar. Mér finnst líka gaman að vinna íslensk verkefni og hef gert nokkur slík þegar tími hefur gefist, t.d. með Stórsveit Reykjavíkur og fyrir Þjóðleikhúsið. Það er alltaf gaman að láta til sína taka á heimaslóðum.“
Tengdar fréttir Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Stiklan var opinberuð á Comic Con í dag. 21. júlí 2018 19:41 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts Stiklan var opinberuð á Comic Con í dag. 21. júlí 2018 19:41