Innlent

Magnús Ingvason skipaður skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Magnús hefur um 26 ára kennslu-og stjórnunarreynslu á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en síðastliðin fimm ár hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara FB.
Magnús hefur um 26 ára kennslu-og stjórnunarreynslu á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en síðastliðin fimm ár hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara FB. Aðsend
Að fenginni umsögn skólanefndar Fjölbrautaskólans við Ármúla hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, skipað Magnús Ingvason í embætti skólameistara til fimm ára. Átta umsóknir bárust um stöðuna.

Magnús hefur um 26 ára kennslu-og stjórnunarreynslu á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en síðastliðin fimm ár hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara FB. Magnús hefur gegnt starfi skólastjóra FB og starfi kennslustjóra við sama skóla.

Magnús lauk BA-prófi í fjölmiðlun frá Northern-Illinois háskólanum í Bandaríkjunum, UF-prófi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands og MA-prófi í stjórnsýslufræðum frá Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×