Þarf að markaðssetja mig betur Hjörvar Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 09:00 Haraldur kemur til Eyja frá Skotlandi. vísir/getty Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012. Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012.
Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30