Pólitík í predikunarstól Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:00 Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun