„Vannstu?“ Ástvaldur Heiðarsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun