Lögreglan fékk tilkynning um mikinn hávaða sem barst frá íbúð einni í Salahverfi Kópavogs á öðrum tímanum í nótt.
Innhringjandinn hafði verið hinn stressaðasti og talið að jafnvel væri um heimilsofbeldi að ræða. Lögreglumenn voru því sendir á staðinn en þegar þangað var komið voru engin áflog í gangi.
Í skeyti lögreglunnar kemur fram að hávaðinn hafi einfaldlega borist frá fjórum vinum sem voru að brasa í eldhúsinu.
Höfðu þeir aðeins verið að elda sér ommelettu og reyndist allt í besta standi. Ekki fylgir sögunni hvernig eldamennskan tókst eða hvers vegna þeim tókst ekki að elda á hljóðlátari hátt.
Ommeletta leiddi til útkalls
Stefán Ó. Jónsson skrifar
