Hvíta húsið hættir að tilkynna um símtöl Trumps og erlendra leiðtoga Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 23:48 Trump ræddi við Erdogan, forseta Tyrklands, símleiðis fyrir skömmu. Hvíta húsið greindi ekki frá símtalinu fyrr en fjallað var um það í erlendum fjölmiðlum. Vísir/Getty Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30