Rekstrarstjóri lítur atvikið alvarlegum augum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 14:25 Á mynd sést pressugámur á borð við þann sem hinn 15 ára starfsmaðurinn lenti í. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Anton Brink „Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti. Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
„Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti.
Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54