Burðast með einkenni járnskorts í langan tíma án þess að leita til læknis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 11:15 Teitur Guðmundsson, læknir, mælir með því að taka C-vítamín með járntöku til þess að bæta frásog. Vísir Einkenni á borð við almenna þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis. Teitur var gestur í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé sérstaklega algengt á meðal eldra fólks því það telji jafnan að þreytan sé liður í hnignun líkamans sökum aldurs. Einkenni járnskorts eru hvimleið og geta verið óljós en fólk „koðnar dálítið niður“ eins og Teitur kemst að orði. Oftast nær dugar að taka blóðprufu og fá úr því skorið hvort viðkomandi sé með blóðskort. Það er jafnframt algengasta blóðprufa sem læknar taka. Teitur segir að þegar fólk bregst vel við meðferð, eins og með inntöku járns, og nær að snúa ástandinu við aukist lífsgæði fólksins til muna. Það fær aukna orku, nýtur lífsins betur og getur komið fleiri verkum í framkvæmd. Það sé því til mikils að vinna að bregðast við þessum einkennum, fyrr en seinna, með því að leita til læknis. Einfaldasta meðferðin er, sem fyrr segir, inntaka járns hvort sem er í fljótandi eða töflu formi en Teitur segir að það sé mikilvægt að taka C-vítamín samhliða járntöku til þess að auka frásog líkamans. Það sé þá einnig skynsamlegt að taka B-vítamín með.Einkenni á borð við almennrar þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis.Getty/nordic photoTeitur segir að það séu margar ástæður fyrir járnskorti, hann geti fylgt ákveðnu mataræði sé maður ekki vakandi fyrir járni og B12 gildum líkamans. Þá nefnir Teitur fólk sem er í raun að blæða hægt og rólega vegna bólgueyðandi lyfja. Lyfin geti myndað smásár í þörmunum sem geti þá leitt af sér járnskort. Hann segir að margir sem taki inn slík lyf séu ekki endilega meðvitaðir um mögulegar afleiðingar. Sjúkdómar eins og HIV og krabbamein geta ýtt undir blóðleysi og það sama gildir um langvarandi áfengisneyslu. Þá getur blóðleysi orsakast af því að það vantar B12 í líkamanum, það er þá oft tengt einhverjum sjúkdómum sem hindra B12 frásog. „Í grunninn er tiltölulega auðvelt að greina járnskort en oft er fólk lengi á leiðinni að fá greiningu og lengi að burðast með einkenni sem eru svona aðeins óljós,“ segir Teitur. Sumir eru einhverra hluta vegna í vanda með frásog og geta hreinlega ekki unnið úr efnunum í gegnum meltingarveginn. Það getur orsakast af ástandi ristils-og magaslímhúðar og þá eru til aðrar lausnir eins og járngjöf í æð, blóðgjöf og hormónagjöf til þess að ýta undir framleiðslu. Fyrsta mál á dagskrá, segir Teitur, þegar fólk býr við óútskýrða þreytu er að leita til læknis og fá blóðprufu. Í sumum tilvikum þarf að kafa dýpra og skoða merginn og framleiðslugetu hans. Teitur segir að batahorfur þeirra sem þjást af járnskorti sem taka járn í töfluformi séu góðar. Það geti þó tekið einhverjar vikur eða mánuði að snúa við ástandinu. Auk þessa segir Teitur að skynsamlegt sé að horfa til þess hvaða næringu sé að fá úr fæðunni. Laufgrænmeti, baunir og rautt kjöt séu til að mynda mjög rík af járni.Í myndspilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Teit Guðmundsson, lækni, í Bítinu í heild sinni. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Einkenni á borð við almenna þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis. Teitur var gestur í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé sérstaklega algengt á meðal eldra fólks því það telji jafnan að þreytan sé liður í hnignun líkamans sökum aldurs. Einkenni járnskorts eru hvimleið og geta verið óljós en fólk „koðnar dálítið niður“ eins og Teitur kemst að orði. Oftast nær dugar að taka blóðprufu og fá úr því skorið hvort viðkomandi sé með blóðskort. Það er jafnframt algengasta blóðprufa sem læknar taka. Teitur segir að þegar fólk bregst vel við meðferð, eins og með inntöku járns, og nær að snúa ástandinu við aukist lífsgæði fólksins til muna. Það fær aukna orku, nýtur lífsins betur og getur komið fleiri verkum í framkvæmd. Það sé því til mikils að vinna að bregðast við þessum einkennum, fyrr en seinna, með því að leita til læknis. Einfaldasta meðferðin er, sem fyrr segir, inntaka járns hvort sem er í fljótandi eða töflu formi en Teitur segir að það sé mikilvægt að taka C-vítamín samhliða járntöku til þess að auka frásog líkamans. Það sé þá einnig skynsamlegt að taka B-vítamín með.Einkenni á borð við almennrar þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis.Getty/nordic photoTeitur segir að það séu margar ástæður fyrir járnskorti, hann geti fylgt ákveðnu mataræði sé maður ekki vakandi fyrir járni og B12 gildum líkamans. Þá nefnir Teitur fólk sem er í raun að blæða hægt og rólega vegna bólgueyðandi lyfja. Lyfin geti myndað smásár í þörmunum sem geti þá leitt af sér járnskort. Hann segir að margir sem taki inn slík lyf séu ekki endilega meðvitaðir um mögulegar afleiðingar. Sjúkdómar eins og HIV og krabbamein geta ýtt undir blóðleysi og það sama gildir um langvarandi áfengisneyslu. Þá getur blóðleysi orsakast af því að það vantar B12 í líkamanum, það er þá oft tengt einhverjum sjúkdómum sem hindra B12 frásog. „Í grunninn er tiltölulega auðvelt að greina járnskort en oft er fólk lengi á leiðinni að fá greiningu og lengi að burðast með einkenni sem eru svona aðeins óljós,“ segir Teitur. Sumir eru einhverra hluta vegna í vanda með frásog og geta hreinlega ekki unnið úr efnunum í gegnum meltingarveginn. Það getur orsakast af ástandi ristils-og magaslímhúðar og þá eru til aðrar lausnir eins og járngjöf í æð, blóðgjöf og hormónagjöf til þess að ýta undir framleiðslu. Fyrsta mál á dagskrá, segir Teitur, þegar fólk býr við óútskýrða þreytu er að leita til læknis og fá blóðprufu. Í sumum tilvikum þarf að kafa dýpra og skoða merginn og framleiðslugetu hans. Teitur segir að batahorfur þeirra sem þjást af járnskorti sem taka járn í töfluformi séu góðar. Það geti þó tekið einhverjar vikur eða mánuði að snúa við ástandinu. Auk þessa segir Teitur að skynsamlegt sé að horfa til þess hvaða næringu sé að fá úr fæðunni. Laufgrænmeti, baunir og rautt kjöt séu til að mynda mjög rík af járni.Í myndspilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Teit Guðmundsson, lækni, í Bítinu í heild sinni.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira