Hamilton: Hungraðari en nokkru sinni fyrr Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 23:30 Heimsmeistarar fá vel borgað. vísir/getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes og heimsmeistari í Formúlu 1, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes-liðið og mun aka fyrir það næstu tvö tímabilin eða til ársins 2020. Þessi 33 ára gamli Breti sem varð heimsmeistari í fjórða sinn á síðasta ári fær 30 milljónir punda eða 4,1 milljarða króna í grunnlaun á ári fyrir næstu tvö tímabil Með bónusum hækka árslaunin upp í 40 milljónir punda á ári eða 5,5 milljarða króna. Hamilton hefur það gott og mun hafa það enn betra á næstu misserum eins og fjallað var um í gær. Hamilton ók fyrir McLaren frá 2007-2012 og varð heimsmeistari árið 2008. Hann gekk í raðir Mercedes árið 2013 og hefur orðið heimsmeistari þrívegis síðan þá. Hann er sem stendur í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari en aðeins munar átta stigum á köppunum þegar að helmingur keppnistímabilsins er eftir. „Það er gott að stinga penna við blað og klára þetta. Ég hef verið hluti af Mercedes-fjölskyldunni í 20 ár og mér hefur aldrei liðið betur en núna,“ segir Lewis Hamilton. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna,“ segir Hamilton. „Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár.“ Mercedes-liðið hefur drottnað yfir Formúlunni eftir að Turbo hybrid-vélarnar voru innleiddar árið 2014 en Mercedes er búið að vinna keppni bílasmiða fjórum sinnum í röð. „Þrátt fyrir alla velgengnina síðan 2013 er Mercedes hungraðari en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Þessi keppnismennska og ástríða er eitthvað sem ríkir í öllum starfsmönnum liðsins. Það eru allir að reyna að verða betri á hverjum degi,“ segir Lewis Hamilton. Bretinn verður næst í eldlínunni um helgina þegar að Formúlan snýr aftur úr sumarfríi. Næst á dagskrá er Þýskalandskappaksturinn í Hockenheim sem verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes og heimsmeistari í Formúlu 1, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes-liðið og mun aka fyrir það næstu tvö tímabilin eða til ársins 2020. Þessi 33 ára gamli Breti sem varð heimsmeistari í fjórða sinn á síðasta ári fær 30 milljónir punda eða 4,1 milljarða króna í grunnlaun á ári fyrir næstu tvö tímabil Með bónusum hækka árslaunin upp í 40 milljónir punda á ári eða 5,5 milljarða króna. Hamilton hefur það gott og mun hafa það enn betra á næstu misserum eins og fjallað var um í gær. Hamilton ók fyrir McLaren frá 2007-2012 og varð heimsmeistari árið 2008. Hann gekk í raðir Mercedes árið 2013 og hefur orðið heimsmeistari þrívegis síðan þá. Hann er sem stendur í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari en aðeins munar átta stigum á köppunum þegar að helmingur keppnistímabilsins er eftir. „Það er gott að stinga penna við blað og klára þetta. Ég hef verið hluti af Mercedes-fjölskyldunni í 20 ár og mér hefur aldrei liðið betur en núna,“ segir Lewis Hamilton. „Það var gott að klára loks að skrifa undir og tilkynna þetta til þess að geta haldið áfram vinnu. Ég hef aldrei verið ánægðari innan liðs heldur en núna,“ segir Hamilton. „Við erum á sömu bylgjulengd innan sem utan brautarinnar og ég er sannfærður um það að Mercedes er rétti staðurinn fyrir mig næstu ár.“ Mercedes-liðið hefur drottnað yfir Formúlunni eftir að Turbo hybrid-vélarnar voru innleiddar árið 2014 en Mercedes er búið að vinna keppni bílasmiða fjórum sinnum í röð. „Þrátt fyrir alla velgengnina síðan 2013 er Mercedes hungraðari en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Þessi keppnismennska og ástríða er eitthvað sem ríkir í öllum starfsmönnum liðsins. Það eru allir að reyna að verða betri á hverjum degi,“ segir Lewis Hamilton. Bretinn verður næst í eldlínunni um helgina þegar að Formúlan snýr aftur úr sumarfríi. Næst á dagskrá er Þýskalandskappaksturinn í Hockenheim sem verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira