Réttað yfir kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 21:00 Teikning úr réttarsalnum í dag. Manafort er þriðji frá vinstri. Vísir/AP Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21