Facebook lokar reikningum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 17:51 Facebook hefur verið sakað um að taka gervireikninga og síður ekki nógu föstum tökum. Vísir/AP Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent