Facebook lokar reikningum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 17:51 Facebook hefur verið sakað um að taka gervireikninga og síður ekki nógu föstum tökum. Vísir/AP Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48