Íslandsmeistari með Keflavík skrifar NBA-söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 13:30 Jenny Boucek fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Keflavík vorið 1998. Vísir/Brynjar Gauti Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira