Heiða Rún dó í síðasta þætti Poldark Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 11:00 Heiða Rún hefur slegið í gegn sem leikkona utan landsteinanna en hún er menntuð í London. Hér til vinstri sést Elizabeth Warleggan á dánarbeðinum. Vísir/Getty Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira