Geitungarnir átt erfitt uppdráttar á suðvesturhorninu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 16:41 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir að geitungasumarið á suðvesturhorninu hafi verið afar dapurlegt. Vísir/vilhelm „Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna. Dýr Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna.
Dýr Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira