Uppreisnin Haukur Örn Birgisson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun