Golf

Auðvelt hjá Justin Thomas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas sáttur með bikarinn eftir sigurinn.
Thomas sáttur með bikarinn eftir sigurinn. vísir/getty
Justin Thomas kom, sá og sigraði á Bridgestone mótinu en það er huti af PGA mótaröðinni. Þetta var þriðji sigur Thomas á tímabilinu.

Hann hafði spilað afar vel fyrstu þrjá dagina og varð á engin mistök á fjórða og síðasta hringnum. Spennan var engin og Thomas sigldi sigrinum í höfn.

Hann spilaði samtals hringina fjóra á fimmtán höggum undir pari en næstur kom samlandi hans, Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley, á ellefu höggum undir pari.

Í þriðja sæti var svo Daninn Thorbjørn Olesen. Hann spilaði á tíu höggum undir pari en hann og Dustin Johnson voru jafnaðir í þriðja til fjórða sætinu. Nokkuð óvænt að sjá Dana svona ofarlega.

Tiger Woods endaði í 31. sæti eftir að hafa verið í toppbaráttunni framan af. Slakur þriðji hringur gerði það að verkum að Tiger helltist úr lestinni og því fór sem fór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×