Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2018 14:57 Forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/Getty Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Norðurlönd Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.
Norðurlönd Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira