Hvers vegna er stjórnarskráin brotin? Björgvin Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun