Bölvuð Vegagerðin Benedikt Bóas skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim.
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar