Prenta ekki byssur strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Ýmsir hræðast það að leyfa prentun skotvopna. Vísir/Getty Robert Lasnik, alríkisdómari í bandarísku borginni Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD í fyrrinótt að taka þrívíddarprentunarskrár fyrir skotvopn úr birtingu. Úrskurðurinn var nýjasta vending í baráttunni gegn frjálsri þrívíddarprentun skotvopna en Defense Distributed, fyrirtækið á bak við DEFCAD, komst í síðasta mánuði að samkomulagi við yfirvöld, eftir fjögurra ára málaferli, um að heimila birtingu skránna þann fyrsta ágúst. Samkomulagið var umdeilt og átta ríki Bandaríkjanna greindu frá því í sameiginlegri yfirlýsingu á mánudag að þau myndu gera sitt besta til að fá samkomulaginu hnekkt fyrir dómstólum. Tuttugu önnur ríki lýstu svo stuðningi við markmiðið. Þá hafði DEFCAD nú þegar birt skrárnar, gerði það fjórum dögum áður en heimilt var, og þeim verið hlaðið niður mörg þúsund sinnum. Um prentunarskrár fyrir tíu mismunandi skotvopn var að ræða og sagði miðillinn Ars Technica frá því að þar á bæ hefðu menn getað náð í skrár til að prenta virka eftirlíkingu af AR-15 hríðskotariffli. Skrárnar eru enn í dreifingu og gat Fréttablaðið auðveldlega fundið þær á niðurhalssíðum. Í úrskurði sínum sagði Lasnik að komist þessi órekjanlegu þrívíddarprentuðu skotvopn og prentunarskrárnar í dreifingu muni það hafa neikvæðar afleiðingar. „Það eru þrívíddarprentarar í háskólum og víða á meðal almennings. Það má leiða líkur að því að þrívíddarprentuð skotvopn muni valda óafturkræfum skaða.“ Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Tækni Tengdar fréttir Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Robert Lasnik, alríkisdómari í bandarísku borginni Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD í fyrrinótt að taka þrívíddarprentunarskrár fyrir skotvopn úr birtingu. Úrskurðurinn var nýjasta vending í baráttunni gegn frjálsri þrívíddarprentun skotvopna en Defense Distributed, fyrirtækið á bak við DEFCAD, komst í síðasta mánuði að samkomulagi við yfirvöld, eftir fjögurra ára málaferli, um að heimila birtingu skránna þann fyrsta ágúst. Samkomulagið var umdeilt og átta ríki Bandaríkjanna greindu frá því í sameiginlegri yfirlýsingu á mánudag að þau myndu gera sitt besta til að fá samkomulaginu hnekkt fyrir dómstólum. Tuttugu önnur ríki lýstu svo stuðningi við markmiðið. Þá hafði DEFCAD nú þegar birt skrárnar, gerði það fjórum dögum áður en heimilt var, og þeim verið hlaðið niður mörg þúsund sinnum. Um prentunarskrár fyrir tíu mismunandi skotvopn var að ræða og sagði miðillinn Ars Technica frá því að þar á bæ hefðu menn getað náð í skrár til að prenta virka eftirlíkingu af AR-15 hríðskotariffli. Skrárnar eru enn í dreifingu og gat Fréttablaðið auðveldlega fundið þær á niðurhalssíðum. Í úrskurði sínum sagði Lasnik að komist þessi órekjanlegu þrívíddarprentuðu skotvopn og prentunarskrárnar í dreifingu muni það hafa neikvæðar afleiðingar. „Það eru þrívíddarprentarar í háskólum og víða á meðal almennings. Það má leiða líkur að því að þrívíddarprentuð skotvopn muni valda óafturkræfum skaða.“
Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Tækni Tengdar fréttir Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47