Prenta ekki byssur strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Ýmsir hræðast það að leyfa prentun skotvopna. Vísir/Getty Robert Lasnik, alríkisdómari í bandarísku borginni Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD í fyrrinótt að taka þrívíddarprentunarskrár fyrir skotvopn úr birtingu. Úrskurðurinn var nýjasta vending í baráttunni gegn frjálsri þrívíddarprentun skotvopna en Defense Distributed, fyrirtækið á bak við DEFCAD, komst í síðasta mánuði að samkomulagi við yfirvöld, eftir fjögurra ára málaferli, um að heimila birtingu skránna þann fyrsta ágúst. Samkomulagið var umdeilt og átta ríki Bandaríkjanna greindu frá því í sameiginlegri yfirlýsingu á mánudag að þau myndu gera sitt besta til að fá samkomulaginu hnekkt fyrir dómstólum. Tuttugu önnur ríki lýstu svo stuðningi við markmiðið. Þá hafði DEFCAD nú þegar birt skrárnar, gerði það fjórum dögum áður en heimilt var, og þeim verið hlaðið niður mörg þúsund sinnum. Um prentunarskrár fyrir tíu mismunandi skotvopn var að ræða og sagði miðillinn Ars Technica frá því að þar á bæ hefðu menn getað náð í skrár til að prenta virka eftirlíkingu af AR-15 hríðskotariffli. Skrárnar eru enn í dreifingu og gat Fréttablaðið auðveldlega fundið þær á niðurhalssíðum. Í úrskurði sínum sagði Lasnik að komist þessi órekjanlegu þrívíddarprentuðu skotvopn og prentunarskrárnar í dreifingu muni það hafa neikvæðar afleiðingar. „Það eru þrívíddarprentarar í háskólum og víða á meðal almennings. Það má leiða líkur að því að þrívíddarprentuð skotvopn muni valda óafturkræfum skaða.“ Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Tækni Tengdar fréttir Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sjá meira
Robert Lasnik, alríkisdómari í bandarísku borginni Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD í fyrrinótt að taka þrívíddarprentunarskrár fyrir skotvopn úr birtingu. Úrskurðurinn var nýjasta vending í baráttunni gegn frjálsri þrívíddarprentun skotvopna en Defense Distributed, fyrirtækið á bak við DEFCAD, komst í síðasta mánuði að samkomulagi við yfirvöld, eftir fjögurra ára málaferli, um að heimila birtingu skránna þann fyrsta ágúst. Samkomulagið var umdeilt og átta ríki Bandaríkjanna greindu frá því í sameiginlegri yfirlýsingu á mánudag að þau myndu gera sitt besta til að fá samkomulaginu hnekkt fyrir dómstólum. Tuttugu önnur ríki lýstu svo stuðningi við markmiðið. Þá hafði DEFCAD nú þegar birt skrárnar, gerði það fjórum dögum áður en heimilt var, og þeim verið hlaðið niður mörg þúsund sinnum. Um prentunarskrár fyrir tíu mismunandi skotvopn var að ræða og sagði miðillinn Ars Technica frá því að þar á bæ hefðu menn getað náð í skrár til að prenta virka eftirlíkingu af AR-15 hríðskotariffli. Skrárnar eru enn í dreifingu og gat Fréttablaðið auðveldlega fundið þær á niðurhalssíðum. Í úrskurði sínum sagði Lasnik að komist þessi órekjanlegu þrívíddarprentuðu skotvopn og prentunarskrárnar í dreifingu muni það hafa neikvæðar afleiðingar. „Það eru þrívíddarprentarar í háskólum og víða á meðal almennings. Það má leiða líkur að því að þrívíddarprentuð skotvopn muni valda óafturkræfum skaða.“
Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Tækni Tengdar fréttir Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sjá meira
Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47