Lykilatriði að forðast sandgryfjurnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. ágúst 2018 10:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. vísir/getty Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur leik í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal Lytham & St. Annes-golfvellinum, hundrað kílómetra norður af Liverpool-borg. Er þetta í 42. skiptið sem Opna breska meistaramótið fer fram í kvennaflokki og annað árið í röð sem Ísland á fulltrúa á mótinu. Er þetta fjórða risamót ársins í kvennagolfi af fimm og verður þetta annað risamótið sem Valdís tekur þátt í á eftir Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Missti hún þá af niðurskurði Valdís komst inn á Opna breska með góðum árangri sínum á Evrópumótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð heims. Er hún í 20. sæti á stigalista mótaraðarinnar en efstu 25 kylfingarnir fengu sæti á þessu risamóti. Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, tókst ekki að komast inn á Opna breska í ár eftir að hafa tekið þátt í mótinu í fyrra.Nóg af sandgryfjum Völlurinn sem leikið er á er sögufrægur en hann var byggður árið 1886. Er völlurinn strandarvöllur (e. links) og ekki langur sem slíkur, rúmlega sex þúsund metrar eða 6.585 jardar. Engar vatnstorfærur eru á vellinum en þess í stað eru alls 204 sandgryfjur á brautunum átján tilbúnar að taka við golfboltum ef höggið geigar. Er þetta í fimmta sinn sem Opna breska meistaramótið í kvennaflokki fer fram á vellinum. Tíu sinnum hefur Opna breska meistaramótið í karlaflokki farið þar fram, síðast árið 2012 og tvisvar hefur verið leikið um Ryder-bikarinn á vellinum, síðast árið 1977. Flest stærstu nöfn kvennagolfsins mæta til leiks á mótið og hefur Valdís leik klukkan tíu í dag. Með henni í ráshóp eru þær Ursula Wikström frá Finnlandi og Daniela Darquea frá Ekvador.Veðrið gæti truflað kylfinga Valdís virtist nokkuð brött í aðdraganda mótsins en henni fannst völlurinn nokkuð mjúkur vegna rigninga undanfarna daga. „Tilfinningin er góð, það er afar gaman að fara á þetta risamót og fá að spila þennan flotta völl sem er í hæsta gæðaflokki. Markmiðið er að spila eins vel og hægt er og sjá hverju það skilar mér, vonandi næ ég góðu skori á völlinn,“ sagði Valdís. Hún hefur eytt undanförnum dögum í að leika völlinn og segir hann góðan en ólíkan þeim sem hún spilaði á í Aberdeen í Skotlandi, fyrir viku. „Hann er örlítið mýkri en völlurinn í Aberdeen sem ég lék á í Skotlandi um daginn eftir rigninguna síðustu daga og það er von á rigningu á fyrsta degi. Það eru nokkrar par 4 holur sem eru ansi langar og svo á móti eru nokkrar sem eru nokkuð stuttar.“ Í næstu viku keppir Valdís svo ásamt Ólafíu fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga í Skotlandi í næstu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram og er leikið á velli sem Ólafía og Valdís léku á síðustu viku.Völlur sem gefur kylfingum tækifæri til að sækja Sigmundur Einar Másson, Íslandsmeistari í höggleik 2007, lék á sínum tíma Royal Lytham & St. Annes-völlinn á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Lék hann völlinn á 77 höggum. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk hann til að rýna í völlinn í aðdraganda mótsins. „Þetta er hefðbundinn strandarvöllur en endar á sex par 4 holum í röð sem er frekar sjaldgæft, rétt eins og að byrja á par 3 holu. Það er ekki mikið landslag í flötunum en eins og á flestum strandarvöllum eru djúpar sandgryfjur sem verja flatirnar. Gott dæmi um það er níunda holan, par 3 hola sem er ekkert mjög löng en flötin er varin af níu sandgryfjum. Ef kylfingur kemst í gegnum mótið án þess að fara í sandinn er það kraftaverk,“ sagði Sigmundur Már léttur og bætti við: „Lykillinn að góðu gengi er að sleppa eins mikið við glompur og hægt er og að pútta vel, þá mun henni ganga vel. Valdís er frábær með pútterinn þannig að það verður gaman að fylgjast með henni á mótinu. Það er spáð erfiðu veðri fyrstu tvo dagana sem gæti haft áhrif á keppendur en um helgina er rólegt veður sem gefur kylfingum tækifæri til að skora.“ Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur leik í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal Lytham & St. Annes-golfvellinum, hundrað kílómetra norður af Liverpool-borg. Er þetta í 42. skiptið sem Opna breska meistaramótið fer fram í kvennaflokki og annað árið í röð sem Ísland á fulltrúa á mótinu. Er þetta fjórða risamót ársins í kvennagolfi af fimm og verður þetta annað risamótið sem Valdís tekur þátt í á eftir Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Missti hún þá af niðurskurði Valdís komst inn á Opna breska með góðum árangri sínum á Evrópumótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð heims. Er hún í 20. sæti á stigalista mótaraðarinnar en efstu 25 kylfingarnir fengu sæti á þessu risamóti. Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, tókst ekki að komast inn á Opna breska í ár eftir að hafa tekið þátt í mótinu í fyrra.Nóg af sandgryfjum Völlurinn sem leikið er á er sögufrægur en hann var byggður árið 1886. Er völlurinn strandarvöllur (e. links) og ekki langur sem slíkur, rúmlega sex þúsund metrar eða 6.585 jardar. Engar vatnstorfærur eru á vellinum en þess í stað eru alls 204 sandgryfjur á brautunum átján tilbúnar að taka við golfboltum ef höggið geigar. Er þetta í fimmta sinn sem Opna breska meistaramótið í kvennaflokki fer fram á vellinum. Tíu sinnum hefur Opna breska meistaramótið í karlaflokki farið þar fram, síðast árið 2012 og tvisvar hefur verið leikið um Ryder-bikarinn á vellinum, síðast árið 1977. Flest stærstu nöfn kvennagolfsins mæta til leiks á mótið og hefur Valdís leik klukkan tíu í dag. Með henni í ráshóp eru þær Ursula Wikström frá Finnlandi og Daniela Darquea frá Ekvador.Veðrið gæti truflað kylfinga Valdís virtist nokkuð brött í aðdraganda mótsins en henni fannst völlurinn nokkuð mjúkur vegna rigninga undanfarna daga. „Tilfinningin er góð, það er afar gaman að fara á þetta risamót og fá að spila þennan flotta völl sem er í hæsta gæðaflokki. Markmiðið er að spila eins vel og hægt er og sjá hverju það skilar mér, vonandi næ ég góðu skori á völlinn,“ sagði Valdís. Hún hefur eytt undanförnum dögum í að leika völlinn og segir hann góðan en ólíkan þeim sem hún spilaði á í Aberdeen í Skotlandi, fyrir viku. „Hann er örlítið mýkri en völlurinn í Aberdeen sem ég lék á í Skotlandi um daginn eftir rigninguna síðustu daga og það er von á rigningu á fyrsta degi. Það eru nokkrar par 4 holur sem eru ansi langar og svo á móti eru nokkrar sem eru nokkuð stuttar.“ Í næstu viku keppir Valdís svo ásamt Ólafíu fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga í Skotlandi í næstu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram og er leikið á velli sem Ólafía og Valdís léku á síðustu viku.Völlur sem gefur kylfingum tækifæri til að sækja Sigmundur Einar Másson, Íslandsmeistari í höggleik 2007, lék á sínum tíma Royal Lytham & St. Annes-völlinn á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Lék hann völlinn á 77 höggum. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk hann til að rýna í völlinn í aðdraganda mótsins. „Þetta er hefðbundinn strandarvöllur en endar á sex par 4 holum í röð sem er frekar sjaldgæft, rétt eins og að byrja á par 3 holu. Það er ekki mikið landslag í flötunum en eins og á flestum strandarvöllum eru djúpar sandgryfjur sem verja flatirnar. Gott dæmi um það er níunda holan, par 3 hola sem er ekkert mjög löng en flötin er varin af níu sandgryfjum. Ef kylfingur kemst í gegnum mótið án þess að fara í sandinn er það kraftaverk,“ sagði Sigmundur Már léttur og bætti við: „Lykillinn að góðu gengi er að sleppa eins mikið við glompur og hægt er og að pútta vel, þá mun henni ganga vel. Valdís er frábær með pútterinn þannig að það verður gaman að fylgjast með henni á mótinu. Það er spáð erfiðu veðri fyrstu tvo dagana sem gæti haft áhrif á keppendur en um helgina er rólegt veður sem gefur kylfingum tækifæri til að skora.“
Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira