„Ég bjargaði mannslífi í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 16:00 Þórhildur Ólafsdóttir var stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með eiginmanni sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Samsett mynd Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira