Jabbar eyðir umræðunni um besta leikmann sögunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 12:00 Jabbar átti glæsilegan feril í NBA vísir/getty Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira