Írakskur maður sem sakaður er um að hafa verið vígamaður Íslamska ríkisins komst á bandaríska grundu dulbúinn sem flóttamaður.
Maðurinn, sem er 45 ára, heitir Omar Abdulsattar Ameen, og hafði búið í Sacramento í Kaliforníu síðan í nóvember 2014. Hann hafði fengið landvistarleyfi í Bandaríkjunum á grundvelli þess að hann væri flóttamaður á flótta undan hryðjuverkaógn.
Ameen flúði Írak til Tyrklands árið 2012, hvar hann sótti um að komast til Bandaríkjanna sem flóttamaður. Umsókn hans var samþykkt í júní 2014.
Samkvæmt saksóknurum í máli Ameens hélt hann í sama mánuði aftur til Írak og á að hafa myrt þar lögregluþjón í bænum Rawah sem þá var nýkominn undir stjórn Íslamska ríkisins. Fimm mánuðum síðar er Ameen sagður hafa haldið til Bandaríkjanna og sest þar að sem flóttamaður.
Ameen var handtekinn á grundvelli handtökuskipunar sem var gefin út af íröskum dómstóli í Bagdad í maí.
Meðal þess sem Ameen er gefið að sök er sprengjugerð fyrir ISIS, flutningur vígamanna, öflun fjármuna og mannrán. Réttarhöld yfir Ameen hefjast á mánudaginn

