Eftirlitsþjóðfélag Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:30 Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun