Segist þvinguð til að brjóta umferðarlög Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 06:30 Aka þarf yfir óbrotna línu á miðjum Álftanesvegi til að komast fram hjá nýjum hraðahindrunum. Fréttablaðið/Stefán „Nú eru þeir búnir að neyða okkur til að fremja umferðarlagabrot,“ segir Helga Árnadóttir, íbúi í Hleinahverfi í Garðabæ, um nýjustu vendingar í ágreiningsmáli hverfisbúanna við bæjaryfirvöld vegna umferðar um gamla Álftanesveginn. Bæjaryfirvöld ákváðu að loka fyrir umferð um gamla Álftanesveginn vegna óska frá íbúum í svokölluðu Prýðahverfi sem er norðan við veginn. Íbúar í Hleinahverfi nærri Hrafnistu og íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar mótmæltu þar sem lokunin myndi kosta þá óþægindi við að aka lengri leiðir út úr hverfum sínum. Málið er í kæruferli en nýlega settu bæjaryfirvöld upp hraðahindranir á veginum. „Þeir eru búnir að setja þrengingar á veginn með steypuklumpum svo við verðum að brjóta heila línu til að aka í gegn,“ segir Helga. „Mér finnst þetta hálfvitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það?“ spyr Helga sem kveður Hleinahverfisbúa afar ósátta. „Bæjarstjórinn gekk hér í öll hús fyrir kosningar og lofaði öllu fögru; sagði að engu yrði breytt og veginum ekki lokað,“ segir Helga. Greinilega eigi ekki að standa við þau fyrirheit. Enda hafi bæjarstjórinn sagt á fundi fyrir kosningar að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir meiri og þá átt við að loka þyrfti veginum á endanum. „Ég skil ekki það mat,“ segir Helga. „En fólkið í Prýðahverfinu vill ekki að við séum að aka þarna um, við erum eitthvað að trufla það. Þannig að við gamla fólkið megum bara éta það sem úti frýs.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Nú eru þeir búnir að neyða okkur til að fremja umferðarlagabrot,“ segir Helga Árnadóttir, íbúi í Hleinahverfi í Garðabæ, um nýjustu vendingar í ágreiningsmáli hverfisbúanna við bæjaryfirvöld vegna umferðar um gamla Álftanesveginn. Bæjaryfirvöld ákváðu að loka fyrir umferð um gamla Álftanesveginn vegna óska frá íbúum í svokölluðu Prýðahverfi sem er norðan við veginn. Íbúar í Hleinahverfi nærri Hrafnistu og íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar mótmæltu þar sem lokunin myndi kosta þá óþægindi við að aka lengri leiðir út úr hverfum sínum. Málið er í kæruferli en nýlega settu bæjaryfirvöld upp hraðahindranir á veginum. „Þeir eru búnir að setja þrengingar á veginn með steypuklumpum svo við verðum að brjóta heila línu til að aka í gegn,“ segir Helga. „Mér finnst þetta hálfvitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það?“ spyr Helga sem kveður Hleinahverfisbúa afar ósátta. „Bæjarstjórinn gekk hér í öll hús fyrir kosningar og lofaði öllu fögru; sagði að engu yrði breytt og veginum ekki lokað,“ segir Helga. Greinilega eigi ekki að standa við þau fyrirheit. Enda hafi bæjarstjórinn sagt á fundi fyrir kosningar að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir meiri og þá átt við að loka þyrfti veginum á endanum. „Ég skil ekki það mat,“ segir Helga. „En fólkið í Prýðahverfinu vill ekki að við séum að aka þarna um, við erum eitthvað að trufla það. Þannig að við gamla fólkið megum bara éta það sem úti frýs.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira