Losað um spennu Kristrún Frostadóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:15 Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun