Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2018 20:30 Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“ Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“
Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira