Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2018 20:30 Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“ Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“
Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira